Þrír nýliðar og Carrick í enska landsliðinu

Michael Carrick er í enska landsliðinu á ný.
Michael Carrick er í enska landsliðinu á ný. Reuters

Michael Carrick er kominn í enska landsliðið í knattspyrnu á ný og Roy Hodgson valdi í dag þrjá nýliða í hóp sinn sem mætir Ítölum í vináttulandsleik í  Bern í Sviss næsta miðvikudag.

Carrick, miðjumaður Manchester United, hefur ekki leikið með landsliðinu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir að hafa verið í stóru hlutverki hjá United á sama tíma.

Nýliðarnir eru Steven Caulker og Jake Livermore frá Tottenham og bakvörðurinn Ryan Bertrand frá Chelsea en þeir hafa ekki verið í hópnum áður. Þar eru einnig markverðirnir John Ruddy og Jack Butland sem hafa verið í hópnum en Ruddy meiddist rétt áður en EM hófst í sumar. Þar átti hann að vera þriðji markvörður Englands.

John Terry, Wayne Rooney og Rio Ferdinand eru ekki valdir í hópinn en Frank Lampard er kallaður inn á ný eftir að hafa misst af EM í sumar vegna meiðsla.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Jack Butland (Birmingham City), Joe Hart (Manchester City), John Ruddy (Norwich City).

Varnarmenn:
Leighton Baines (Everton), Ryan Bertrand (Chelsea), Gary Cahill (Chelsea), Steven Caulker (Tottenham Hotspur), Phil Jagielka (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur).

Miðjumenn:
Michael Carrick (Manchester United), Tom Cleverley (Manchester United), Frank Lampard (Chelsea), Adam Johnson (Manchester City), Jake Livermore (Tottenham Hotspur), James Milner (Manchester City), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jack Rodwell (Everton), Ashley Young (Manchester United).

Sóknarmenn:
Andy Carroll (Liverpool), Jermain Defoe (Tottenham Hotspur), Daniel Sturridge (Chelsea), Theo Walcott (Arsenal).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert