Messi búinn að bæta metið

Engum líkur.
Engum líkur. AFP

Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi hefur slegið markamet Þjóðverjans Gerds Müllers en Messi er búinn að skora tvívegis gegn Real Betis á útivelli í spænsku 1. deildinni í leik sem stendur nú yfir.

Það tók Messi ekki nema tæpar 16 mínútur að skora fyrra markið og mark númer tvö kom á 25. mínútu leiksins. Messi er því búinn að skora 86 mörk á árinu en Gerd Müller átti metið, 85 mörk.

Fastlega má reikna með því að Argentínumaðurinn bæti við metið því bæði er nóg eftir af leiknum gegn Betis og þá á Barcelona enn nokkra leiki eftir í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert