Inzaghi: Ætla að reyna að hjálpa Balotelli

Filippo Inzaghi er knattspyrnustjóri AC Milan.
Filippo Inzaghi er knattspyrnustjóri AC Milan. AFP

Filippo Inzaghi, knattspyrnustjóri A.C. Milan er rólegur yfir framtíð ítalska framherjans Mario Balotelli hjá félaginu en Inzaghi telur líklegt að hann verði áfram hjá liðinu.

„Ég er rólegur, Mario er mikilvægur leikmaður og ég ætla að reyna að hjálpa honum að bæta sig,“ sagði Inzaghi á blaðamannafundi í dag.

„Mun hann fara? Félagið mun ráða því. Ef hann fer þurfum við að fá mann í staðinn vegna þess að framherjar okkar eru hann og Giampaolo Pazzini, ég hef hins vegar trú á því að hann verði áfram,“ sagði Inzaghi en hann telur að félagið þurfi að færa sig upp á hærri stall.

„Félagið veit hver mín forgangsmál eru. Okkar vantar eitthvað til þess að komast á sama stall og Juventus, Roma og Napoli,“ sagði Inzaghi sem sjálfur lék 202 leiki fyrir A.C. Milan á árunum 2001-2012 og skoraði 73 mörk. Hann var ráðinn knattspyrnustjóri þess á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert