Rodríguez líklega kynntur hjá Real Madríd á eftir

James Rodriguez er á leið til Real Madríd.
James Rodriguez er á leið til Real Madríd. AFP

Franska dagblaðið L'Équipe telur líklegt að Kólumbíumaðurinn James Rodríguez verði kynntur sem nýr leikmaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madríd á næstu klukkutímunum. Talið er að Real Madríd greiði Monaco á bilinu 75-85 milljónir evra fyrir Rodríguez.

James Rodríguez er 22 ára og endaði sem markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins í Brasilíu með sex mörk. Hann var keyptur til Monaco síðasta sumar frá Porto í Portúgal og skoraði níu mörk í 34 deildarleikjum hjá Monaco í efstu deild Frakklands á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert