Rúrik og félagar spila í Kiev

Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn.
Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn. AFP

Leikur Dnipro og FC Köbenhavn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefur verið fluttur til Kiev, höfuðborgar Úkraínu, þar sem Dnipro getur ekki leikið á heimavelli sínum í Dnipropetrovsk, sem er á átakasvæðinu í austurhluta landsins.

Rúrik Gíslason og samherjar í FCK eiga að sækja úkraínska liðið heim á miðvikudaginn í næstu viku en Danirnir höfðu mótmælt því að spila í Dnipropetrovsk, sem er skammt frá þeim stað þar sem farþegaflugvélin var skotin niður í síðustu viku.

UEFA tilkynnti í dag að leikurinn gæti ekki farið fram í Dnipropetrovsk af öryggisástæðum og í framhaldinu var gefið út að leikurinn yrði leikinn í Kiev.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert