Casillas vill losna frítt frá Real

Iker Casillas.
Iker Casillas. AFP

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Iker Casillas vonast til þess að áralöng þjónusta hans hjá Real Madrid verði til þess að félagið leyfi honum að fara frítt, nú þegar hann virðist ekki eiga framtíð í herbúðum þess.

Casillas var aðalmarkvörður og fyrirliði liðsins í fjöldamörg ár en missti sæti sitt þegar Diego López kom frá Sevilla . Nú þegar Keylor Navas, sem sló í gegn í marki Kostaríku á heimsmeistaramótinu í Brasilíu, er einnig á leið til liðsins virðast dagar hins 33 ára gamla Casillas taldir.

Hann hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Arsenal, en talið er að háar launakröfur hans gæti fælt Arsene Wenger frá því að fá hann til liðsins. Casillas vonast hins vegar til að ef hann fengi að fara frítt þá mundi Wenger hugsa sig tvisvar um og fá hann til að auka samkeppnina fyrir hinn pólska Wojciech Szczesny sem varið hefur mark Lundúnaliðsins síðustu tímabil. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert