James var næstum farinn til Spánar fyrir fjórum árum

James Rodriguez.
James Rodriguez. AFP

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez sem gekk til liðs við spænsku risana í Real Madrid á dögunum var mjög nærri því að ganga til liðs við Espanyol í spænsku 1. deildinni árið 2010, rétt áður en hann gekk til liðs við Porto frá Atlético Banfield í Argentínu.

„Viðræðurnar voru á lokastigi, við vorum búnir að ná samkomulagi um kaupverðið og hann var sjálfur mjög æstur í að koma til okkar og spila á Spáni. Að lokum slitnaði upp úr vegna þess hvernig greiðslurnar ættu að fara fram og hann endaði á því að fara til Porto,“ sagði Ramón Planes, sem var yfirmaður íþróttamála hjá Espanyol á þessum tíma.

James sló í gegn hjá Porto og eftir þrjú ár var hann fenginn til Mónakó í Frakklandi síðasta sumar áður en Real keypti hann í vikunni og gerði hann að fimmta dýrasta leikmanni í heimi. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert