Rekinn eftir fyrsta leik

Atli Viðar Björnsson í baráttu við leikmann Genk, en FH …
Atli Viðar Björnsson í baráttu við leikmann Genk, en FH mætti belgíska liðinu í Evrópukeppni á síðasta ári. Árni Sæberg

Þolinmæðin er greinilega ekki mikil í herbúðum belgíska félagsins Racing Genk, en Emilio Ferrera, knattspyrnustjóri liðsins, var látinn fara eftir tapleik um helgina. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þetta var fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili.

Genk sem hefur þrívegis orðið belgískur meistari á síðustu 15 árum, tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn KV Mechelen, 3:1, sem fór eitthvað illa í forráðamenn liðsins sem segja á heimasíðu félagsins að þeir hafi ekki fengið það ferska upphaf sem þeir vonuðust til eftir erfitt tímabil í fyrra.

Ferrera var ráðinn til félagsins seint á síðasta tímabili og var honum ætlað að snúa við slæmu gengi liðsins, sem endaði í sjötta sæti belgísku deildarinnar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert