Vill 500 bestu leikmenn heims

Gareth Bale er dýrasti knattspyrnumaður í heimi.
Gareth Bale er dýrasti knattspyrnumaður í heimi. AFP

Javier Tebas, sem titla má sem forseta spænsku 1. deildarinnar, La Liga, í knattspyrnu, segist vilja fá alla bestu leikmenn heims til þess að spila í deildinni og kljást þar við ensku úrvalsdeildinna sem lengi hefur trónað á toppnum hvað athygli varðar.

Fimm dýrustu félagsskipti fótboltans hafa einmitt verið til spænskra liða. Real Madrid á fjóra af fimm dýrustu leikmönnum heims, þá Gareth Bale, Cristiano Ronaldo, James Rodríguez og Kaká, sem reyndar er farinn núna. Barcelona á einn á listanum, Luis Suárez, sem er þriðji dýrasti leikmaður heims.

„Við viljum tryggja það að við höfum stærstu félögin og bestu leikmenn alls staðar að úr heiminum. Við ætlum ekki að hætta, við viljum fá 500 bestu leikmenn heims til Spánar,“ sagði Tebas í léttum tón, en hann segist vilja brúa hið fjárhagslega bil sem er á milli liða í deildinni.

Á Spáni semur hvert lið um sjónvarpsrétt, sem gefur Barcelona og Real Madrid mestar tekjur, og það hefur komið niður á minni liðum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert