Ráðist á stuðningsmenn FCK í Úkraínu

Rúrik Gíslason gat ekki leikið með FCK vegna meiðsla.
Rúrik Gíslason gat ekki leikið með FCK vegna meiðsla. AFP

FC Köbenhavn stendur ágætlega að vígi í rimmu sinni við Dnipro frá Úkraínu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í Kiev í dag. Ólæti stuðningsmanna Dnipro settu ljótan svip á leikinn.

Þeir 30-40 stuðningsmenn FCK sem voru á leiknum áttu fótum sínum fjör að launa í hálfleik þegar hópur stuðningsmanna Dnipro komst inná svæðið í stúkunni sem afmarkað var fyrir stuðningsmenn gestaliðsins. Úkraínsku fótboltabullurnar réðust á Danina sem tókst að forða sér inn á hlaupabrautina sem liggur umhverfis völlinn og leita skjóls.

Engan sakaði alvarlega en ljóst er að Dnipro á yfir höfði sér refsingu vegna atviksins.

Rúrik Gíslason gat ekki leikið með FCK vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert