Viðræður um Kolbein enn í gangi

Kolbeinn Sigþórsson er ítrekað orðaður við QPR.
Kolbeinn Sigþórsson er ítrekað orðaður við QPR. AFP

Samkvæmt Sky Sports er framherjinn Kolbeinn Sigþórsson kominn langt í viðræðum sínum við enska úrvalsdeildarliðið QPR, sem vill lokka hann frá Ajax í Hollandi.

Þessar fréttir hafa verið í gangi í nokkurn tíma, en Andri Sigþórsson, bróðir og umboðsmaður Kolbeins, sagði við mbl.is þegar fiskisagan fór fyrst að fljúga, að engar viðræður væru í gangi. Enskir miðlar segja hins vegar að viðræðurnar þokist hægt áfram, en þokist þó.

„Við höfum átt í góðum samskiptum við QPR um Kolbein og félögin eru nálægt því að komast að samkomulagi. Auðvitað skiptir vilji leikmannsins einnig máli, en QPR væri gott félag fyrir hann,“ er Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, sagður hafa sagt við Daily Express í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert