Svisslendingurinn seldur eftir komu Alfreðs

Haris Seferovic á ferðinni í leik Sviss gegn Argentínu í …
Haris Seferovic á ferðinni í leik Sviss gegn Argentínu í 16-liða úrslitum á HM í sumar. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad seldi í dag svissneska landsliðsframherjann Haris Seferovic til Eintracht Frankfurt og skrifaði hann undir samning til þriggja ára við þýska félagið.

Seferovic kom til Real Sociedad fyrir rúmu ári síðan og skrifaði undir samning til fjögurra ára. Hann skoraði í frumraun sinni fyrir liðið en gekk skelfilega að fylgja því eftir og náði aðeins að gera tvö mörk í 24 deildarleikjum á Spáni á síðustu leiktíð.

Real Sociedad festi í sumar kaup á Alfreð Finnbogasyni frá Heerenveen og hann var í fremstu víglínu í gær í fyrsta alvöru leik tímabilsins þegar liðið vann Aberdeen í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, 2:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert