Áherslan á að sanna sig

Alfreð Finnbogason í leik Real Sociedad og Aberdeen.
Alfreð Finnbogason í leik Real Sociedad og Aberdeen. Ljósmynd/Rubén Plaza

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta mótsleik með spænska liðinu Real Sociedad á fimmtudagskvöld þegar liðið lagði Aberdeen, 2:0, í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Alfreð lék allan leikinn og lagði meðal annars upp annað markið, en viðurkenndi að fiðringurinn hefði verið nokkur fyrir leiknum.

„Já, það var alveg smá spenna, fyrsti leikur fyrir nýtt lið og það á heimavelli. Maður vill auðvitað sanna sig fyrir nýjum stuðningsmönnum og liðsfélögum,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið í gær, en blaðamaður þurfti að fá formlegt leyfi frá félaginu til þess að mega taka viðtal við Alfreð. Hann tók undir að þetta væri gott dæmi um hvað skrefið er stórt að koma til Spánar, en áður lék hann með Heerenveen í Hollandi.

Sjá viðtal við Alfreð Finnbogason í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert