Fyrirliði Inter: Leikur lífsins fyrir þá

Leikmenn Inter á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Leikmenn Inter á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ekki að heyra á öðru en að leikmenn Inter beri virðingu fyrir liði Stjörnunnar en í kvöld mætast Stjarnan og Inter í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

„Þetta er leikur lífsins fyrir þá en við munum nálgast leikinn með sama hætti,“ segir Andrea Ranocchia fyrirliði Inter um leikinn á móti Stjörnumönnum í kvöld.

„Það er alveg ljóst að við munum berjast vel í þessum leik og það er mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum,“ sagði Ranocchi, sem er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur leikið með Inter frá árinu 2011.

Hann hefur spilað 13 leiki með ítalska landsliðinu. Hann var valinn í 30 manna hóp Ítala fyrir HM í sumar en komst ekki í 23 manna lokahópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert