Börsungum bjargir bannaðar

Luis Suárez lék æfingaleik með Barcelona í vikunni. Liðið fékk …
Luis Suárez lék æfingaleik með Barcelona í vikunni. Liðið fékk fjölda leikmanna til sín í sumar. AFP

Eftir að Luis Suárez lék sinn fyrsta knattspyrnuleik fyrir Barcelona á mánudagskvöld voru einhverjir fljótir að rifja upp fréttir frá því í apríl þegar Barcelona var dæmt í 14 mánaða félagaskiptabann og svo fréttir frá því í júní um 4 mánaða allsherjar knattspyrnubann Suárez.

En í gær var úrskurður Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, staðfestur um félagaskiptabann Börsunga og þykir þó mörgum að reglur hafi verið beygðar fyrir Barcelona til að geta keypt þá menn sem félagið vildi í sumar, meðan forráðamenn Barcelona telja sig ekkert hafa gert rangt og ætla að áfrýja banninu til Alþjóðlega íþróttadómstólsins, CAS í Lausanne í Sviss.

Brot Barcelona snúast um það að félagið er fundið sekt um að hafa brotið félagaskiptareglur ítrekað á árunum 2009-2013 þegar Barcelona fékk til sín fjölda leikmanna yngri en 18 ára.

Sjá fréttaskýringu Þorkels Gunnars í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert