Rúrik stefnir á endurkomu eftir tvær vikur

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. AFP

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu FC Köbenhavn vonast til að geta komist aftur á ferðina eftir tvær vikur en meiðsli í baki hafa verið að angra kantmanninn.

„Það er svolítið erfitt að spá fram í tímann en þegar lítur betur út. Ég æfði í fyrsta sinn í dag og það gekk vel. Nú verðum við að sjá til hvenær ég verði orðinn 100% klár,“ segir Rúrik á vef félagsins.

Rúrik varð fyrir því óláni að brjóta bein í bakinu í fyrsta leik FC Kö­ben­havn í dönsku úr­vals­deild­inni og er hæpið að hann nái leiknum á móti Tyrkjum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum þann 9. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert