Atlético Madrid meistarar meistaranna

Mario Mandzukic var vel fagnað eftir markið.
Mario Mandzukic var vel fagnað eftir markið.

Spánarmeistarar Atlético Madrid tryggðu sér í kvöld titilinn meistarar meistaranna á Spáni eftir að hafa lagt granna sína í Real Madrid að velli, 1:0.

Þetta var síðari leikur liðanna um titilinn, en sá fyrri endaði með 1:1-jafntefli. Sigurmark Atlético kom strax eftir 90 sekúndna leik í kvöld þegar Króatinn Mario Mandzukic skoraði, en hann kom til liðsins í sumar frá Bayern München og er ætlað að fylla skarð Diego Costa.

Diego Simone, knattspyrnustjóri Atlético, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik eftir að hafa reiðst heiftarlega og lent í miklu orðaskaki við dómara leiksins og meðal annars klappað honum um höfuðið, nokkuð sem var ekki vinsælt.

Undir lok leiksins fékk svo Luca Modric, leikmaður Real Madrid, rautt spjald eftir að hafa fengið sitt seinna gula fyrir brot. Ekki voru mörkin fleiri og Atlético vann því viðureignina samanlagt 2:1.

Keppni í spænsku deildinni hefst á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert