Björn Daníel hetja Viking í Íslendingaslag

Björn Daníel Sverrisson skoraði í kvöld.
Björn Daníel Sverrisson skoraði í kvöld. Ljósmynd/viking.no

Björn Daníel Sverrisson var hetja norska liðsins Viking sem gerði 2:2-jafntefli við botnlið Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Björn Daníel kom inn á sem varamaður í hálfleik og jafnaði metin úr vítaspyrnu á 80. mínútu. Sandnes komst yfir í leiknum en annar Íslendingur jafnaði fyrir hlé þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði, en hann fór af velli um miðbik síðari hálfleiksins.

Sverrir Ingi Ingason og Jón Daði Böðvarsson voru einnig í byrjunarliði Viking, en Jón Daði fór af velli í síðari hálfleik. Hannes Þór Halldórsson varði mark Sandnes sem fyrr auk þess sem Hannes Þ. Sigurðsson var í byrjunarliðinu, en fór af velli í síðari hálfleik. Eiður Aron Sigurbjörnsson sat allan tímann á bekknum.

Viking er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig en Sandnes er sem fyrr á botninum, nú með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert