Guðjón búinn að semja við Nordsjælland

Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson. Ljósmynd/HBK

Framherjinn Guðjón Baldvinsson leikmaður sænska liðsins Halmstad mun ganga í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland þann 1. janúar á næsta ári.

„Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir samning við Nordjælland og ég hlakka til góðra tíma í rauðu skyrtunni,“ segir Guðjón á twitter síðu sinni en samningur hans við danska liðið gildir til tveggja og hálfs árs.

Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari Nordsjælland en hann tók við liðinu í sumar og hefur það byrjað leiktíðina vel.

„Við erum að fá til okkar líkamlegan sterkan framherja sem vinnur vel fyrir liðið og heldur varnarmönnum svo sannarlega við efnið,“ segir Ólafur um Guðjón.

Guðjón er 28 ára gamall. Hann er uppalinn í Stjörnunni og lék með meistaraflokki félagsins frá 2003 til 2007. Þaðan lá leiðin til KR árið 2008. Hann var í stuttan tíma hjá sænska liðinu GAIS 2009 en sneri aftur til KR og lék með liðinu 2011-12 áður en hann samdi við Halmstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert