Endurkoma ólíkindatóls

Mario Balotelli gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina þegar Liverpool …
Mario Balotelli gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina þegar Liverpool mættir Tottenham á sunnudag eftir viku mbl.is/afp

Hann kunni illa við veðrið, matinn og umferðarreglurnar síðast þegar hann bjó á Englandi en framherjinn skrautlegi Mario Balotelli er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.

Í þetta sinn mun hann klæðast hinum rauða lit Liverpool – leysa af hólmi mann sem var ekki síður iðinn við að koma sér í vandræði, alla vega innan vallar, nefnilega Luis Suárez.

Það er margt líkt með Balotelli og Suárez. Báðir eru afskaplega hæfileikaríkir framherjar en stundum virðist hausinn hreinlega ekki rétt skrúfaður á. Það nýta ensku götublöðin sér í hástert og velta sér stöðugt upp úr uppátækjum þeirra.

Á þessum köppum er þó að minnsta kosti einn reginmunur. Þegar Suárez kemur inn á knattspyrnuvöll gerir hann allt, bókstaflega allt, til að vinna leiki. Balotelli hefur ekki sama hugarfarið, og var fallinn í ónáð hjá stuðningsmönnum AC Milan á síðustu leiktíð vegna letilegs látbragðs innan vallar.

Sjá grein um Balotelli í heild í íþróttablaði Morgunbaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert