Fyrsti leikur Hjartar í fimm mánuði

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hjörtur Hermannsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, spilaði í gær sinn fyrsta leik með hollenska liðinu PSV Eindhoven í fimm mánuði en hann hefur verið frá keppni vegna meiðsla í hné.

Hann spilaði þá með varaliði félagsins, Jong PSV, í hollensku B-deildinni, lék fyrri hálfleikinn eins og lagt var upp með og komst ágætlega frá honum. PSV fékk slæman skell, 5:0, eftir að staðan var 1:0 í hálfleik.

Hjörtur er 19 ára gamall og ekki lengur gjaldgengur í unglingalið félagsins á nýhöfnu keppnistímabili. Hann er í aðalliðshópi PSV en hefur vegna meiðslanna ekki getað tekið mikinn þátt í undirbúningstímabilinu með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert