Arnar hættir hjá Club Brugge

Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Arnar Grétarsson, sem hefur gegnt starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá belgíska liðinu Club Brugge, lætur af störfum hjá félaginu um mánaðamótin.

Þetta kemur fram í belgíska blaðinu Het nieuwsblad í dag. Arnar var ráðinn í starfið í lok desember 2012 og gerði hann fimm ára samning við félagið en nú hefur sem sagt verið ákveðið að hann láti af störfum.

Verksvið Arnars hjá félaginu breyttist í vor þegar Michel Preud'homme var ráðinn þjálfari félagsins til næstu fimm ára en Preud'homme fékk stærra hlutverk en venjulegir þjálfarar liða í Belgíu og má líkja því við knattspyrnustjórana á Englandi.

Aður en Arnar tók við starfinu hjá Club gegndi hann sambærulegu starfi hjá AEK í Grikklandi frá 2010 til 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert