Xabi Alonso hættir með landsliðinu

Xabi Alonso er hættur með spænska landsliðinu í knattspyrnu.
Xabi Alonso er hættur með spænska landsliðinu í knattspyrnu. AFP

Miðjumaðurinn Xabi Alonso, leikmaður Real Madríd tilkynnti í dag að hann gæfi ekki lengur kost á sér í spænska landsliðið í knattspyrnu. „Þetta hafa verið frábær 11 ár með landsliðinu,“ sagði Xabi Alonso meðal annars þegar hann greindi frá ákvörðun sinni í dag.

Xabi Alonso er 32 ára og lék 114 landsleiki fyrir Spán og skoraði 16 mörk, og er fimmti leikjahæsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Hann varð Evrópumeistari með Spáni 2008 og 2012 og heimsmeistari 2010. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán árið 2003.

Xabi Alonso lék síðast með spænska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar, þar skoraði hann meðal annars eina mark Spánar gegn Hollandi í 5:1-sigri Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert