FH-banarnir grátlega nærri riðlakeppni

Jón Ragnar Jónsson fylgist með Hólmari Erni Rúnarssyni í baráttu …
Jón Ragnar Jónsson fylgist með Hólmari Erni Rúnarssyni í baráttu við Arber Zeneli í leik FH og Elfsborg í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Sænska liðið Elfsborg, sem sló út FH í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í riðlakeppninni í kvöld.

Elfsborg háði einvígi við Rio Ave frá Portúgal í umspilinu og vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2:1. Staðan í leiknum í Portúgal í kvöld var 0:0 þar til komið var fram á 2. mínútu uppbótartíma en þá skoruðu heimamenn mark sem dugði þeim til að komast áfram, út á reglu um útivallarmörk.

FH og Elfsborg mættust í 3. umferð forkeppninnar þar sem Elfsborg vann samtals 5:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert