Alfreð kominn af stað

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Ljósmynd/realsociedad.com

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, leikmaður spænska liðsins Real Sociedad, er byrjaður að æfa á nýjan leik en hann er að jafna sig eftir að hafa farið úr axlarlið í leik gegn Aberdeen í Evrópudeildinni fyrir þremur vikum síðan.

„Ég er koma til og rétt byrjaður að æfa. Ég tel raunhæft að geta verið orðinn leikfær eftir tvær vikur og það er stefnan hjá mér að spila á móti Celta Vigo,“ sagði Alfreð í samtali við mbl.is.

Alfreð verður því fjarri góðu gamni gegn Evrópumeisturum Real Madrid þegar liðin eigast við á heimavelli Real Sociedad á sunnudaginn. Sociedad tapaði fyrir nýliðum Eibar í fyrstu umferðinni og féll úr leik í Evrópudeildinni í gær þegar liðið lá fyrir Ragnari Sigurðssyni og samherjum hans í rússneska liðinu, 3:0, og samanlagt, 3:1. Alfreð var fjarri góðu gamni í þessum leikjum vegna meiðslanna í öxlinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert