Evrópudeildin - Ragnar mætir Everton

Ragnar Sigurðsson og félagar mæta meðal annars Everton í riðlakeppninni.
Ragnar Sigurðsson og félagar mæta meðal annars Everton í riðlakeppninni. AFP

Nú rétt í þessu var dregið í riðla fyrir Evrópudeildina í knattspyrnu, en drátturinn fór fram í Mónakó, en fjögur íslendingalið voru í pottinum.

Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar drógust í H-riðil með Lille frá Frakklandi, Wolfsburg frá Þýskalandi og enska úrvalsdeildarliðinu Everton.

Rúrik Gíslason og félagar í FC Kaupmannahöfn eru í B-riðli með Club Brugge frá Belgíu, Tórínó frá Ítalíu og HJK frá Finnlandi

Hólmbert Aron Friðjónsson og lið Celtic eru í D-riðli með Salzburg frá Austurríki, Dinamo Zagreb frá Króatíu og Astra frá Rúmeníu.

Hjörtur Hermannsson og hollenska félagið PSV eru í E-riðli með Panathinaikos frá Grikklandi, Estoril frá Portúgal og Dinamo Moskvu frá Rússlandi.

Þess má geta að Inter sem slógu út Stjörnuna eru í F-riðli og mæta Dnipro frá Úkraínu, St-Étienne frá Frakklandi og Qarabag frá Aserbaídsjan.

Riðlana í heild sinni má sjá hér að neðan.


A-riðill: Villarreal, Mönchengladbach, Zürich, Apollon

B-riðill: FC Kaupmannahöfn, Club Brugge, Tórínó, HJK.

C-riðill: Tottenham, Besiktas, Partizan, Asteras.

D-riðill: Salzburg, Celtic, Dinamo Zagreb, Astra.

E-riðill: PSV, Panathinaikos, Estoril, Dinamo Moskva.

F-riðill: Inter, Dnipro, St-Étienne, Qarabag.

G-riðill: Sevilla, Standard Liege, Feyenoord, Rijeka.

H-riðill: Lille, Wolfsburg, Everton, Krasnodar.

I-riðill: Napoli, Sparta Prag, Young Boys, Slovan Bratislava.

J-riðill: Dynamo Kíev, Steaua, Rio Ave, AaB.

K-riðill: Fiorentina, PAOK, Guingamp, Dinamo Minsk.

L-riðill: Metalist, Trabzonspor, Legia, Lokeren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert