Kristianstad fékk afskrifaðar skuldir

Kristianstad er í betri málum fjárhagslega.
Kristianstad er í betri málum fjárhagslega. Ljósmynd/Kristianstadsbladet

Sænska knattspyrnuliðið Kristianstad sem leikur í efstu deild Svíþjóðar í knattspyrnu kvenna hefur fengið afskriftir frá bæjarfélaginu sínu upp á 181 þúsund sænskar krónur eða um 3 milljónir íslenskra króna, sem hjálpar Kristianstad að koma fjármálum sínum í réttan farveg.

Kristianstad þarf þó að sýna fram á að fjármál félagsins séu í lagi fyrir 1. október til þess að fá áframhaldandi keppnisleyfi í efstu deild Svíþjóðar. Hjálp bæjarfélagsins ætti þó að hjálpa Kristianstad vel og líkur á áframhaldandi keppnisleyfi eru því orðnar talsvert miklar eftir þessar fréttir.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og þar leika svo þrír Íslendingar, þær Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir, auk þess sem aðstoðarþjálfari Elísabetar hjá liðinu er Björn Sigurbjörnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert