Gunnhildur Yrsa opnaði markareikninginn

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með landsliði Íslands.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með landsliði Íslands. Ljósmynd/Algarvephotopress

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Grand Bodö í 5:2-tapi gegn Stabæk í dag.

Gunnhildur jafnaði metin í 2:2 á 36. mínútu, en Stabæk skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútunum og tryggði sér sigurinn.

Gunnhildur Yrsa gekk til liðs við Grand Bodö um síðustu mánaðarmót frá liði Arna-Björnar þar sem hún var síðustu tvö ár, en hún sleit krossband í hné í fyrrasumar og var lengi frá keppni í kjölfarið.

Grand Bodö er í botnsæti norsku deildarinnar með sjö stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert