Emil í leik með Maradona og Messi

Emil Hallfreðsson í leik gegn Eistlandi í sumar.
Emil Hallfreðsson í leik gegn Eistlandi í sumar. mbl.is/Golli

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tekur í kvöld þátt í leik á Ólympíuleikvanginum í Róm til stuðnings friði í heiminum, en það er sjálfur páfinn, Frans, sem á frumkvæðið að leiknum.

Emil, sem leikur með Hellas Verona í ítölsku A-deildinni, fær að etja kappi við marga af þekktustu leikmönnum heims í dag, þar á meðal sjálfan Lionel Messi. Þá mun Diego Maradona einnig taka þátt í leiknum.

Á meðal annarra leikmanna sem ýmist eru enn að eða hafa lagt skóna á hilluna, en spila í kvöld, má nefna Roberto Baggio, Gianluigi Buffon, Samuel Eto'o, Filippo Inzaghi, Paolo Maldini, Ronaldinho, Andriy Shevchenko, Carlos Valderrama, Iván Zamarano og Andrea Pirlo. Leikmannalistann má sjá með því að smella HÉR.

Emils Hallfreðsson og Frans páfi.
Emils Hallfreðsson og Frans páfi. Af Facebook-síðu Hellas Verona.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert