Tilboðum í Viðar Örn hafnað

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Ljósmynd/dagbladet.no

Ólafur Garðarsson umboðsmaður Viðars Arnar Kjartanssonar framherja Vålerenga í Noregi og markahæsta leikmanni norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, segir ólíklegt að Viðar Örn hafi félagaskipti í dag þrátt fyrir áhuga margra liða.

„Mér finnst ólíklegt úr þessu, að Viðar fari frá Vålerenga í þessum félagaskiptaglugga,“ sagði Ólafur við mbl.is í dag, en staðfesti þó að tilboð hafi borist í markahrókinn.

„Það hafa komið tilboð í Viðar, en þeim hefur öllum verið hafnað af Vålerenga,“ sagði Ólafur og því ansi ólíklegt að Viðar Örn yfirgefi Vålerenga í dag, en félagaskiptaglugginn lokar í flestum Evrópulöndum klukkan 22.00 að íslenskum tíma í kvöld og opnar svo ekki aftur fyrr en 1. janúar 2015.

Fylgist með félagaskiptaglugganum í beinni hér á mbl.is í allan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert