Kjartan gerir allt til þess að skora mörk

Kjartan Henry Finnbogason í Leifsstöð í gær fyrir brottför til …
Kjartan Henry Finnbogason í Leifsstöð í gær fyrir brottför til Danmerkur þar sem hann samdi við B-deildarliðið Horsens. Ljósmynd/Instagram

„Ég vil gera allt til að koma liðinu aftur upp í dönsku úrvalsdeildina,“ sagði framherjinn Kjartan Henry Finnbogason eftir að hafa samið við danska 1. deildarfélagið Horsens í gær. Kjartan hefur því yfirgefið KR þar sem hann skoraði 5 mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk mikilvægra marka í bikarkeppninni, meðal annars sigurmarkið í úrslitaleiknum.

Horsens er í 8. sæti af 12 liðum í B-deildinni með sjö stig eftir sex leiki. Liðið leikur undir stjórn Bo Henriksen, Danans hárprúða sem var leikmaður Fram, Vals og ÍBV á árunum 2005 og 206. Henriksen fagnar því að hafa fengið Kjartan.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert