Björn Bergmann: Verið erfiður tími

Björn Bergmann Sigurðarson kom til Molde að láni fyrir tímabilið.
Björn Bergmann Sigurðarson kom til Molde að láni fyrir tímabilið. Ljósmynd/Molde

Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var búinn að vera frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði þegar hann kom inná sem varamaður hjá Molde í 3:2-sigri á sínu gamla liði Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.

Björn meiddist í baki strax í 3. umferð deildarinnar og hefur því lítið sem ekkert getað tekið þátt í frábæru gengi Molde sem er með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 23 umferðir af 30.

„Það er frábært að vera kominn aftur eftir allt of langan tíma í burtu vegna meiðsla. Núna vantar mig bara spiltíma,“ sagði Björn.

Þessi 23 ára sóknarmaður kom til Molde að láni út leiktíðina frá Wolves í Englandi með það í huga að spila fleiri leiki en hann gerði hjá Úlfunum. Það hefur alls ekki gengið eftir.

Það hafa komið erfiðir tímar. Sérstaklega fyrstu vikurnar. Svo venst maður þessu og hugsar með sér að maður sé bara meiddur, og lítið hægt að gera við því annað en að halda áfram, æfa og komast aftur í gang, sagði Björn við Dagbladet.

Núna er ég klár og slepp vonandi við frekari meiðsli, bætti hann við.

Björn er með samning við Wolves sem gildir til ársins 2016.

Ég veit ekki hvort ég sný þangað aftur eða hvort ég verð hérna áfram. Það er fínt að vera hjá Molde og ég hef eignast marga vini hérna, sagði Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert