Flugeldasýning hjá Real Madrid

Steven Gerrard tryggir Liverpool sigur í kvöld með marki úr …
Steven Gerrard tryggir Liverpool sigur í kvöld með marki úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid fara af stað af miklum krafti í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þeir léku leikmenn Basel frá Sviss sundur og saman á heimavelli í kvöld og unnu fjögurra marka sigur, 5:1. eftir að hafa verið 4:0 yfir eftir 37 mínútur. Liverpool fagnaði góðum en torsóttum sigri á Ludogorets frá Búlgaríu, 2:1, á Anfield í fyrsta leik liðsins í Meistaradeildinni í fimm ár.

Mario Balotelli skoraði fyrsta mark leiksins á Anfield á 82. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar jöfnuðu gestirnir muninn. Steven Gerrard skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma úr vítaspyrnu.

Borussia Dortmund fór illa með leikmenn Arsenal á Westfalen-leikvangi í Dortmund en lét tvö mörk nægja, lokatölur, 2:0, með mörkum sem kom í lok fyrri hálfleiks og á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Ciro Immobile og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörk þýska liðsins.

Carlos Tévez skoraði bæði mörk Juventus sem lagði Malmö, 2:0, í Tórínó. Carlos Tévez hafði ekki skoraði mark í 1988 daga í Meistaradeildinni þegar kom að leiknum í kvöld. 

Olympiacos frá Grikklandi lagði Spánarmeistara Atlético Madrid, 3:2, í Pireus þar sem heimamenn voru ævinlega á undan að skora og komust í 3:1. 

Monaco vann Leverkusen, 1:0, í furstadæminu með marki frá Joao Moutinho og Galatasaray og Anderlecht gerðu jafntefli þar sem allt stefndi í sigur belgíska liðsins fram á síðustu mínútu. 

Heildarúrslit kvöldsins:

A-riðill:
Juventus - Malmö 2:0
Olympiacos - Atlético Madrid 3:2

B-riðill:
Liverpool - Ludogorets 2:1
Real Madrid - Basel 5:1

C-riðill:
Benfica - Zenit Pétursborg 0:2
Monaco - Bayer Leverkusen 1:0

D-riðill:
Dortmund - Arsenal 2:0
Galatasaray - Anderlecht 1:1

Leikið verður í hinum fjórum riðlunum annað kvöld.

Fylgst var með gangi mála í leikj­un­um í MEIST­ARA­DEILD­IN Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert