Meistaradeildin í beinni - miðvikudagur

Jesus Navas með boltann en til varnar erJerome Boateng.
Jesus Navas með boltann en til varnar erJerome Boateng. AFP

Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lýkur í kvöld með átta leikjum. Fylgst verður með gangi mála í leikj­un­um í MEIST­ARA­DEILD­IN Í BEINNI hér á mbl.is.

Stórleikur kvöldsins er án efa slagur Þýskalandsmeitara Bayern München og Englandsmeistara Manchester City sem eigast við á Allianz vellinum glæsilega í München. Eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni, Kolbeinn Sigþórsson, verður vonandi í liði Ajax sem á í höggi við frönsku meistarana í Paris SG og þá verður fróðlegt að sjá hvernig Chelsea fer af stað en liðið tekur á móti Schalke.

Leikir kvöldsins, sem allir hefjast klukkan 18.45 eru:

Bayern München - Manchester City
Roma - CSKA Moskva
Ajax - Paris SG
Barcelona - APOEL Nicosia
Chelsea - Schalke
Maribor - Sporting Lissabon
Athletic Bilbao - Shakhtar Donetsk
Porto - BATE Borisov

Smellið á MEIST­ARA­DEILD­IN Í BEINNI til að fara inn í beinu lýsinguna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert