Ragnar og félagar náðu stigi gegn Lille

Ragnar Sigurdsson í leik með Krasnodar.
Ragnar Sigurdsson í leik með Krasnodar. AFP

Ragnar Sigurðsson og samherjar hans í rússneska liðinu Krasnodar gerðu 1:1 jafntefli við Lille á útivelli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Ricardo Alexis Leon Laborde kom rússneska liðinu yfir á 35. mínútu en Daninn Simon Kjær jafnaði fyrir Lille yfir með glæsilegu marki á 63. mínútu og þar við sat. Ragnar lék allan tímann í vörn Krasnodar.

Napoli, undir stjórn Rafa Benítez, vann 3:1 sigur á Sparta Prag þar sem Dries Mertens skoraði tvö af mörkum ítalska liðsins. Í sama riðli burstaði Young Boys lið Slovan Bratislava.

Rúmenska liðið Steaua Bucurest lék dönsku meistarana í AaB grátt en lokatölur urðu, 6:0. Danirnir misstu Nicolai Larsen af velli á 57. mínútu en þá var staðan, 1:0. Claudiu Keseru skoraði þrennu fyrir Steaua.

Sevilla hrósaði sigri gegn Feyenoord, 2:0. Grzegorz Krychowiak og Stephane M'Bia skoruðu fyrir Sevilla í fyrri hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert