Uppselt á leik Íslands og Hollands

Kolbeinn Sigþórsson .
Kolbeinn Sigþórsson . Kristinn Ingvarsson

Eftir mikið bras í byrjun hélst miðasölukerfi midi.is nægilega lengi uppi til þess að hægt væri að selja upp á leik Íslands og Hollands í knattspyrnu karla. Samfélagsmiðlar loguðu á meðan miðasölunni stóð og víst sátu einhverjir eftir með sárt ennið.

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag lagðist miðasölukerfið á hliðina þegar sala miða á leikinn hófst klukkan 12 á hádegi. Nokkurn tíma tók að koma vefnum aftur upp og var álagið svo mikið að erfiðlega gekk að klára kaup á miðum.

Upp úr klukkan eitt varð ljóst að allir miðar á leikvanginn voru keyptir og því ljóst að setið verður í hverju sæti á Laugardalsvelli 13. október þegar Íslendingar taka á móti gríðarsterku liði Hollands í undakeppni Evrópumótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert