Siðir og venjur hjá Simeone

Diego Simeone tjáir sig gjarnan með látbrögðum.
Diego Simeone tjáir sig gjarnan með látbrögðum. mbl.is/afp

Þrátt fyrir að Diego Costa, Thibaut Courtois, Javier Manquillo, Felipe Luis, David Villa, Adrían og Diego Ribas séu allir horfnir á braut frá Spánarmeisturum Atlético Madríd og argentínski knattspyrnustjórinn Diego Simeone taki út átta leikja bann hefur Atlético enn ekki tapað leik á leiktíðinni.

Atlético Madríd hefur þó spilað þrjá leiki gegn Real Madríd, hafði betur gegn Real þegar keppt var um titilinn meistarar meistaranna og vann svo Real í spænsku 1. deildinni á laugardag.

Þótt Atlético hafi vissulega krækt í króatíska framherjann Mario Mandzukic og Frakkann Antoine Griezemann í sumar myndu flestir telja að leikmannahópur liðsins í fyrra hafi verið sterkari. Diego Simeone, stjóri liðsins, neitar því líka í viðtölum að Atlético muni berjast um spænska meistaratitilinn við Real og Barcelona eins og síðasta vetur, heldur muni liðið líklega heyja baráttu við Sevilla og Valencia um 3. sætið í spænsku 1. deildinni í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert