Þetta er framtíðin

EM í fótbolta 2020.
EM í fótbolta 2020.

Sextíu ára afmæli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu verður fagnað með skemmtilegum hætti eftir sjö ár þegar EM 2020 verður haldið í 13 borgum í jafn mörgum löndum. Tilkynnt var um borgirnar við sérstaka viðhöfn í Genf í Sviss í gær.

Sjálfum fannst mér þessi hugmynd fáránleg þegar ég heyrði hana fyrst, en eftir því sem ég hugsaði málið frekar, finnst mér það mjög áhugavert að EM verði haldið hér og þar um Evrópu og hugsanlega verður þetta fyrirkomulag framtíðin. Þó er reyndar ekki gert ráð fyrir þessum sama hætti þegar kemur að lokakeppni EM 2024.

Kostnaðurinn við að halda eitt stykki stórmót í knattspyrnu er gríðarlegur og miklar reglugerðir sem þarf að fylgja þegar kemur að mannvirkjamálum og ýmiss konar umgjörð. Þess vegna hafa æ fleiri lönd sóst eftir því að halda stórmót í íþróttum í sameiningu á síðustu árum.

Sjá viðhorfsgrein Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert