Ragnar og félagar aftur á sigurbraut

Ragnar Sigurðsson í skallabaráttu við Mustafa Pektemek í landsleiknum gegn …
Ragnar Sigurðsson í skallabaráttu við Mustafa Pektemek í landsleiknum gegn Tyrklandi á dögunum. mbl.is/Ómar

Ragnar Sigurðsson var að vanda í vörn Krasnodar þegar liðið vann góðan 2:1-útisigur á Amkar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Brasilíumaðurinn Joaozinho skoraði sigurmark Krasnodar úr vítaspyrnu korteri fyrir leikslok en hann lagði upp fyrra mark liðsins fyrir landa sinn, Wanderson. Ragnar lék allan leikinn í vörninni við hlið Svíans Andreas Granqvist.

Krasnodar hafði tapað tveimur síðustu leikjum sínum en liðið er nú komið aftur á sigurbraut og er með 14 stig í 7. sæti af 16 liðum, tíu stigum á eftir toppliði Zenit sem er með fullt hús stiga undir stjórn André Villas-Boas.

Fyrsti sigur Sölva og félaga

Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn Ural þegar liðið vann 1:0-útisigur á Ufa um helgina. Þetta var fyrsti sigur Ural á leiktíðinni í átta leikjum en liðið er með 4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert