Ari fær nýjan þjálfara

Ari Freyr Skúlason í landsleik. Hann er fyrirliði OB.
Ari Freyr Skúlason í landsleik. Hann er fyrirliði OB. mbl.is/Golli

Danska knattspyrnufélagið OB rak í morgun þjálfara sinn, Troels Bech, í kjölfarið á slæmu gengi liðsins í dönsku úrvalsdeildinni til þessa í haust. Í staðinn var Ove Pedersen ráðinn út yfirstandandi tímabil.

Ari Freyr Skúlason er fyrirliði OB sem er frá Óðinsvéum. Liðið beið í gær lægri hlut fyrir Nordsjælland, liði Ólafs H. Kristjánssonar þjálfara, 2:1, og situr nú í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum og fengið eitt stig í síðustu fjórum.

Pedersen er reyndur þjálfari sem hefur stýrt liðum AGF, Midtjylland, Esbjerg og síðast Vestsjælland en hann þjálfaði síðastnefnda liðið í þrjú ár þar til hann hætti þar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert