Meistaradeildin í beinni - þriðjudagur

Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax gegn París SG í …
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax gegn París SG í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði. AFP

Í kvöld verða leiknir átta leikir í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Einn klukkan 16.00 og hinir sjö klukkan 18.45. Fylgst er með gangi mála í leikjunum í MEISTARADEILDIN Í BEINNI hér á mbl.is.

Kolbeinn Sigþórsson er kominn til Kýpur og spilar þar með Ajax gegn APOEL en hann er eini fulltrúi okkar Íslendinga í Meistaradeildinni í vetur.

Það eru CSKA Moskva og Bayern München sem hefja leik austur í Moskvu klukkan 16.00 en heildardagskráin er sem hér segir:

E-RIÐILL:
16.00 CSKA Moskva - Bayern München
18.45 Manchester City - Roma

F-RIÐILL:
18.45 APOEL Nicosia - Ajax
18.45 París SG - Barcelona

G-RIÐILL:
18.45 Schalke - Maribor
18.45 Sporting Lissabon - Chelsea

H-RIÐILL:
18.45 BATE Borisov - Athletic Bilbao
18.45 Shakhtar Donetsk - Porto

Smellið á MEISTARADEILDIN Í BEINNI til að fylgjast með beinu lýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert