Welbeck með þrennu

Dannuy Welbeck fagnar einu af mörkum sínum í kvöld.
Dannuy Welbeck fagnar einu af mörkum sínum í kvöld. AFP

Danny Welbeck skoraði þrennu þegar Arsenal vann Galtasaray, 4:1, á heimavelli í kvöld í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Hann skoraði tvö marka sinn í fyrri hálfleik en það þriðja kom snemma í síðari hálfleik. Liverpool tapaði fyrri Basel í Sviss, 1:0, þar sem Marco Streller skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. 

Liverpool-liðið náði sér aldrei á strik í leiknum og úrslitin verða því að teljast sanngjörn. 

Szczęsny, markvörður Arsenal, fékk rauða spjaldið eftir rúmlega klukkustundarleik og lék Arsenal liðið manni færra það sem eftir var en Tyrkjunum tókst ekki að færa sér það í nyt.

Evrópumeistarar Real Madrid lentu í kröppum dansi í heimsókn sinni til Ludogoretes í Búlgaríu. Heimamenn komust yfir snemma leiks og nokkru síðar varði markvörður heimaliðsins vítaspyrnu frá Ronaldo. Portúgalinn lét hinsvegar ekki hug falla og rétt eftir miðjan fyrri hálfleik skoraði hann úr vítaspyrnu. Benzema skoraði sigurmarkið 13 mínútum fyrir leikslok.

Malmö vann sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar liðið skellti Olympiacos á heimavelli, 2:0 þar sem Rosenberg skoraði bæði mörkin.

Spánarmeistarar Atlético Madrid unnu Juventus með minnsta mun, 1:0, og innsigluðu þar með sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á tímabilinu. 

Þýsku liðin Leverkusen og Dortmund unnu sína mótherja örugglega. Leverkusen vann Benfica, 3:1, á heimavelli en Dortmund skellti Anderlecht, 3:0, í Brussel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert