Viðar Örn tilnefndur sem besti sóknarmaðurinn

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Ljósmynd/dagbladet.no

Viðar Örn Kjartansson markamaskínan mikla í liði Vålerenga er einn þriggja leikmanna sem eru tilnefndir sem besti sóknarmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Viðar Örn hefur farið á kostum á sinni fyrstu leiktíð með Vålerenga en hann skoraði í kvöld sitt 25. mark í deildinni í 26 leikjum. Viðar er tilnefndur sem besti sóknarmaður deildarinnar ásamt þeim Daniel Chima Chukwu úr Molde og Fredrik Brustad úr Stabæk.

Hægt er taka þátt í kosningunni HÉRNA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert