Viðar Örn er í öðru sæti hjá VG

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert

Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga, er í öðru sæti í einkunnagjöf norska blaðsins Verdens Gang en Selfyssingurinn hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skorað 25 mörk í 26 leikjum, en næstur kemur Alexander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, sem hefur skorað 13 mörk fyrir Rosenborg.

Viðar Örn er með meðaleinkunnina 5,69 en Jone Samuelsen, leikmaður Odd, er efstur með einkunnina 6,04. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hjá Sandnes Ulf er ofarlega á listanum í einkunnagjöfinni en hann er í 21. sætinu með 5,26. Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking frá Stavanger, er í þriðja sæti af Íslendingunum en hann er í 38. sæti með meðaleinkunnina 5,09. Sverrir Ingi Ingason hjá Viking er í 75. sæti með 4,85 og Guðmundur Þórarinsson hjá Sarpsborg er í 77. sæti með 4,84 í meðaleinkunn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert