Meistaraforréttir en aðalrétturinn bíður

Lionel Messi og Pepe í baráttu um boltann.
Lionel Messi og Pepe í baráttu um boltann. AFP

MEIRA EN BARA LEIKUR

Skuggi fellur ekki oft á þá frábæru keppni, Meistaradeild Evrópu. Flottir leikir eru á dagskrá í vikunni og boðið upp á markasúpur í gær, en þær voru þó bara forréttir. Augu fótboltafíkla hljóta að beinast að höfuðborg Spánar þar sem (líklega) tvö flottustu félög heims mætast um helgina.

Aðalrétturinn verður borinn á borð um miðjan laugardag á heimavelli Real Madrid; Santiago Bernabeu, þegar Barcelona kemur í heimsókn.

Spánverjarnir kalla það El Clasico, þegar liðin mætast, og þá er aldrei spáð lognmollu. Ógerningur er raunar að geta sér til um úrslit þeirra viðureigna því allt getur bókstaflega gerst. Gott dæmi: í janúar 1994 vann Barcelona risaslaginn 5:0 á heimavelli, nákvæmlega ári síðar fór leikur liðanna í Madrid líka 5:0 – þá fyrir Real.

Þegar þeim leikmönnum sem næst komast fullkomnun í veröldinni er hleypt inn á sama grasblettinn með einn bolta og dómarinn blæs í flautuna má búast við töfrum. Messi, Cristiano Ronaldo, Iniesta, Neymar, Bale, James Rodríguez... Óþarft er að telja upp leikmannahópa beggja félaga. Stutta útgáfan er svona: Enginn kemst að nema búa yfir afburðahæfileikum. Forsetar liðanna hafa mjög einfaldan smekk, þeir vilja aðeins það besta. Og fá það yfirleitt, nema hvað þeir geta ekki keypt sömu mennina.

Sjá allan pistil Skapta Hallgrímssonar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert