Helgi Valur fékk rauða spjaldið

Helgi Valur Daníelsson á landsliðsæfingu.
Helgi Valur Daníelsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eva Björk

Helgi Valur Daníelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk rauða spjaldið í kvöld þegar lið hans, AGF, tapaði fyrir Horsens á heimavelli í dönsku B-deildinni í knattspyrnu.

Helgi fékk sitt annað gula spjald í leiknum á 75. mínútu og var þar með rekinn af velli. Staðan var þá 1:1 en gestirnir í Horsens voru fljótir að nýta sér liðsmuninn og skoruðu sigurmarkið skömmu síðar.

Kjartan Henry Finnbogason sat á varamannabekk Horsens allan tímann og Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leikmannahópi AGF.

Það sígur því enn á ógæfuhliðina hjá AGF sem er dottið niður í 5. sæti deildarinnar með 19 stig en liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. Horsens komst hinsvegar uppí 3. sætið með 21 stig með þessum sigri. Viborg og Lyngby eru efst með 27 stig hvort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert