Buffon með 500 deildaleiki fyrir Juventus

Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. AFP

Markvörðurinn farsæli Gianluigi Buffon lék í gærkvöldi sinn 500. deildaleik fyrir ítalska stórliðið Juvents.

Juventus mætti þá liði Genoa sem gerði sér lítið fyrir og vann meistarana 1:0 en Genoa er nú í 9. sæti deildarinnar. Juventus deilir nú toppsætinu með Roma sem vann Cesena 2:0 og lætur ekki skellinn gegn Bayern München í Meistaradeildinni slá sig út af laginu heima fyrir.

Buffon er 36 ára og búinn að vera lengi í eldlínunni. Hann greindi sjálfur frá þessum tímamótum á Twitter í aðdraganda leiksins og skartaði sérútbúnu fyrirliðabandi í leiknum sem endaði þó ekki skemmtilega fyrir kappann.

Juventus borgaði Parma metfé fyrir markvörð þegar Buffon gekk til liðs við félagið árið 2001 en síðan þá hefur hann orðið meistari sjö sinnum með Tórínó-liðinu og enginn markvörður hefur oftar haldið marki sínu hreinu á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert