Evrópumeistararnir vilja semja við norska undrabarnið

Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard. Ljósmynd/norska knattspyrnusambandið

Evrópumeistarar Real Madrid hafa boðið norska undrabarninu Martin Ödegaard, leikmanni norska úrvalsdeildarliðsins Strömsgodset, fimm ára samning.

Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag en Ödegaard var boðið til æfinga hjá Real Madrid í byrjun mánaðarins. Að því er fram kemur í blaðinu er Real Madrid reiðubúið að lána strákinn til Strömsgodset eða til annarra liða á Spáni.

Þrátt fyr­ir að vera aðeins 15 ára fór hann á kost­um í norsku úr­vals­deild­inni á ný­af­staðinni leiktíð og stimplaði sig inn í A-landsliðið. Mörg af stærstu liðunum í Evrópu hafa fylgst náið með stráknum sem Norðmenn eru afar montnir af.

Ödegaard bætti í október Evrópumet Sigurðar Jónssonar þegar hann varð yngsti leikmaður­inn frá upp­hafi til að spila í undan­keppni EM í knatt­spyrnu. Hann var þá 15 ára og 300 daga gamall þegar hann kom inná í leik gegn Búlgaríu. Sig­urður var aðeins 16 ára og 251 dags gam­all þegar hann spilaði fyr­ir Ísland gegn Möltu í und­an­keppni EM árið 1983.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert