Birkir Bjarna úr leik vegna ökklameiðsla

Birkir Bjarnason í rimmu um knöttinn í leiknum við Belga.
Birkir Bjarnason í rimmu um knöttinn í leiknum við Belga. mbl.is/afp

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á æfingu með liði sínu Pescara í vikunni eftir að hann sneri aftur til félagsins í kjölfar landsleiksins við Tékka á sunnudag í undankeppni EM.

Birkir kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa meiðst í ökkla og vonaðist til að verða ekki lengur frá keppni en í 1-2 vikur.

Birkir missir því af leik gegn Modena í ítölsku B-deildinni í dag og sennilega einnig leik gegn Virtus Lanciano næstkomandi föstudagskvöld. Hann vonast til að vera klár í slaginn til að mæta A-deildarliðinu Sassuolo í bikarleik 2. desember.

Birkir hefur spilað 11 af 14 leikjum Pescara á tímabilinu. Í íslenska landsliðinu er hann einn af aðeins þremur leikmönnum sem hafa spilað alla mótsleiki liðsins frá því að Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari þess í október 2011. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert