Björn vann tvöfalt með Molde

Björn Bergmann Sigurðarson fagnaði báðum stóru titlunum í Noregi með …
Björn Bergmann Sigurðarson fagnaði báðum stóru titlunum í Noregi með Molde. Ljósmynd/Molde

Björn Bergmann Sigurðarson varð í dag bikarmeistari með Molde í Noregi en liðið vann Odd 2:0 í úrslitaleik á Ullevaal-leikvanginum.

Staðan var markalaus fyrstu 70 mínútur leiksins en þá kom Björn Bergmann inná. Skagamaðurinn skoraði reyndar ekki sjálfur en Fredrik Gulbrandsen kom Molde í 1:0 á 73. mínútu og Mohamed Elyounoussi innsiglaði sigurinn þegar skammt var til leiksloka.

Molde hafði áður unnið norsku úrvalsdeildina og varð því tvöfaldur meistari í ár. Björn kom til liðsins fyrir tímabilið að láni frá Wolves.

Í gær varð annar Íslendingur, Guðbjörg Gunnarsdóttir, bikarmeistari í Noregi þegar lið hennar Lilleström vann Trondheims Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert